Súðavík: 21 milljón kr í framkvæmdir og viðhald

Á næsta ári er gert ráð fyrir að verja 21 milljón króna til viðhaldsverkefna og í framkvæmdir í Súðavíkurhreppi. Til viðbótar því eru svo framkvæmdir við nýjan hafnargarð vegna nýrrar kalþörungaverksmiðju sem mun kosta mikið fé. Á fimm ára samgönguáætlun 2019-23 er fjárveiting til garðsins 2019-2021 samtals 273 milljónir króna. Hlutur sveitarfélagsins mun losa 200 milljónir króna. Ráðgert er að það verði fjármagnað með lántöku sem  síðan verði endurgreitt með hafnargjöldum sem kalkþörungaverksmiðjan muni greiða.

 

DEILA