Landssamband fiskeldisstöðva óskaði eftir því við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) að reikna út kolefnisspor sjókvíeldis á Íslandi og benda á raunhæfar leiðir til kolefnisjöfnunar.
Meginniðurstaða verkefnisins er að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá laxeldi í sjó á Íslandi hafi verið um 31.000 tonn CO2-ígilda árið 2017, eða sem nemur 3,21 kg CO2-ígilda á hvert kíló af tilbúinni afurð. Þessi niðurstaða er í góðu samræmi við erlenda útreikninga, sem flestir hafa gefið niðurstöðu á bilinu 2,88-4,13 kg/kg (meðaltal 3,76 kg/kg). Meðaltal erelndra mælinga er að kolefnisspor lambakjötsframleiðslu sé 27,91 kgCO2/kg mat. Koolefnisspor nautakjötsframleiðslu er 28,73.
Kolefnisspor sjókvíeldis er samkvæmt þessu svipað og við veiðar á villtum fiski og lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis.
Langstærsti hlutinn af kolefnisspori laxeldis á Íslandi (um 93%) liggur í framleiðslu og flutningum á fóðri.
Hægt væri að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíeldi á Íslandi með landbótaaðgerðum, þ.e.a.s. landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Sem dæmi má nefna að til að kolefnisjafna alla losun greinarinnar eins og hún var árið 2017 þyrfti að endurheimta um 1.590 ha af votlendi. Sú ráðstöfun væri í raun varanleg, þar sem hún myndi draga úr losun samsvarandi magns gróðurhúsalofttegunda frá votlendi árlega í áratugi eða aldir.