Leit að bát- Báturinn fundinn – allir heilir

Tilkynning frá Landsbjörgu:

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.

Báturinn virðist hafa dottið úr ferilvöktun og því nauðsynlegt að hefja leit. Björgunarskip og bátar á svæðinu eru á leið á svæðið þar sem báturinn sást síðast.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært kl 08.

Báturinn fundinn og allir heilir um borð. Skipstjórinn er grunaður um að vera undir áhrifum vímefna og báturinn færður til hafnar skv. frétt á RÚV.

DEILA