Þarf 60% hærri ráðstöfunartekjur til að kaupa íbúð en 2007

Í Hagsjá Landsbankans er fjallað um umbætur í húsnæðismálum. Umfjöllunin miðast fyrst og fremst við verðlag á höfuðborgarsvæðinu.

Þar kemur fram að fasteignaverð er í sögulegu hámarki þessa dagana og því eru allar úrlausnir erfiðari en ella. Sé litið á þróun fasteignaverðs og heildartekna frá aldamótum sést að fasteignaverð hefur fjórfaldast á meðan tekjur fólks á vinnualdri hafa tæplega þrefaldast. Tekjur fólks á aldrinum 20-29 ára hafa hækkað minna en meðaltekjur allra og hafa u.þ.b. 2,5-faldast á þessum tíma. Tölurnar ná einungis fram til ársins 2017, en mestur hluti hækkunar fasteignaverðs var kominn fram þá.

Þá er vísað í greiningu  sem Capacent gerði fyrir Reykjavíkurborg nú í vetur. Þar  kemur fram að nú þurfi u.þ.b. tvöfalt hærri ráðstöfunartekjur til að greiða íbúðarverð en þurfti árið 1997 og um 60% hærri en árið 2007. Í sömu greiningu er sagt að það hafi tekið fólk á aldrinum 30-34 ára um 192 mánuði á árinu 2017 að greiða fyrir íbúð, að því gefnu að allar ráðstöfunartekjur væru notaðar til kaupanna. Sambærileg tala fyrir árið 1997 var einungis 88 mánuðir og 97 mánuðir á árinu 2000.

Í ljósi þess að húsnæðismál eru að verða eitt mikilvægasta málið í viðræðum um kjarasamninga, ef marka má orð þeirra sem sitja við samningaborð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar er augljós vandi á höndum, segir í Hagsjánni, sá að einhver vrður ða borga muninn á getu leigjaenda til að kaupa og væntingar þeirra sem vilja selja.

DEILA