Norska Hagstofan, Statistisk sentralbyrå tekur saman gögn um stangveiði í norskum ám. Safnað er saman upplýsingum um allan Noreg um veiði á lax, silungi og bleikju. Frá 2009 – 2017 hefur veiðin verið frá 150 þúsund til 200 þúsund fiskar. Virðist ástanda stofnana vera gott á þessu árabili.
Namsen áin var hæst á síðasta ári með 9.900 fiska veidda , sem er 25% aukning frá fyrra ári. Næst var Alta áin með 9.100 fiska. Í ánni Tana við landamæri Finnlands gaf af sér 7.500 fiska og minnkaði aflinn um 25% milli ári. Norska Hagstofan segir skýringuna vera einkum þá að vatnsstaðan á veiðitímabilunu hafi verið óvenjuhá, auk þess sem samkomulag við finnsk stjórnvöld um aukið eftirlit með veiðum úr ánni hafi dregið úr veiðunum.
Líffræðingarnir Þorleifur Ágústsson, rannsóknastjóri NORCE Marine Environment, Noregi og Þorleifur Eiríksson, framkvæmdastjóri RORUM ehf. koma inn á ástand laxastofna í Noregi í aðsendri grein á bb.is þann 9. október og segja um fullyrðingar um slæma stöðu norsku laxastofnana :
„Staðreyndin er hinsvegar sú, þó ekki skuli á nokkurn hátt dregið úr alvarleika slysasleppinga, að norskur villtur lax stendur vel. Norskar ár gefa vel af sér. Hitt er rétt að eldislax hefur gengið í norskar ár, eldislax hefur veiðst í norskum ám og eldislax hefur æxlast við villtan lax. En, það er langur vegur frá því að hægt sé að tala um að norskur villtur lax sé ekki lengur villtur – sé orðinn að blendingum líkt og margir segja. Það er alrangt.“