Auglýst eftir presti í Patreksfjarðarprestakalli

Patreksfjarðarkirkja.

Auglýst hefur verið eftir presti í hálft starf í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Ástæðan er sú að Elín Salmóme Guðmundsdóttir, sem verið hefur í starfinu er í veikindaleyfi.  Skipað verður í það embætti til fimm ára eins og önnur prestsembætti. Það er Biskupsstofa sem sér um auglýsingar- og ráðningarferlið en heimamenn kjósa milli þeirra sem koma til greina.

Auglýsingin verður birt innan tíðar þegar þarfagreining liggur fyrir. Auglýsingar um prestsembætti eru til birtingu í 4 vikur. Síðan þarf umsóknarfrestur að liða. Þá eru umsóknirnar sendir til matsnefndar. Eftir að matsnefnd hefur birt niðurstöðu þá tekur við kærufrestur. Að honum liðnum þá er málið sent heim í hérað. Þar mun kjörnefnd prestakallsins kjósa prest. Sr Magnús Erlingsson, prófastur taldi að umsæknarfrestur myndi renna út fljótlega á nýju ári. Alls eru 1 1/2 staða í Patreksfjarðarprestakalli. Í sumar var nýr prestur Kristján Arason vígður s til starfa og er hann í heilli stöðu.

DEILA