Talið er að framboð af hvítum villtum fiski verði minna á næsta ári en á þessu. Spáð er að framboðið minnki um 186 þúsund tonn og verði 7 milljónir tonna. Um 1990 voru veiðar á helstu hvítfisktegundum um 10 milljónir tonna. Eftirspurn eftir matvöru fer vaxandi m.a. vegna fólksfjölgunar og hefur henni verið mætti með auknu fiskeldi.
Þetta kom fram á árlegri ráðstefnu Groundfish Forum. Þar koma saman framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur á þessu sviði.
Spáð er heldur minnkandi veiðum á þorski úr Atlantshafinu og dregst aflinn saman um 15% eða 200 þúsund tonn frá 2017 til 2019.
Byggt er á upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram ´á vefnum Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum úr sjávarútvegi.