Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur samþykkt framlög vegna nemenda sem þurfa að sækja tónlistarskóla utan síns sveitarfélags fyrir skólaárið 2018-2019. Framlagið byggist á samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.
Framlag á hvern nemenda fyrir skólaárið 2018-2019 er 464.098 kr. og eru samþykktar umsóknir fyrir 14 nemendur. Heildarupphæð framlaga er því um 6,5 m.kr. sem greiðist í jöfnum greiðslum á 12 mánuðum. Við greiðslu framlagsins fyrir nóvember fer jafnframt fram greiðsla vegna framlaga fyrir september og október.
Á Vestfjörðum er það aðeins Bolungavíkurkaupstaður sem fær framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 928.196 kr sem er vegna tveggja nemenda í söngnámi.