Þungfært í Árneshrepp

Fram eftir degi verður norðan 5-13 m/s á Vestfjörðum, en hægari vindur seint í dag. Það verða stöku él og hiti um eða undir frostmarki er segir í spá Veðurstofunnar. Á morgun má búast við suðaustan 5-10 m/s og dálítilli snjókomu síðdegis. Á fimmtudag verður austlæg átt á landinu 5-13 m/s, frost og víða snjókoma eða él.

Í morgunsárið er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum á Vestfjörðum. Þæfingsfærð og skafrenningur eru á Klettsháls og þungfært er úr Bjarnarfirði á Ströndum norður í Árneshrepp.

annska@bb.is

DEILA