Þriðjudaginn 4. desember mun Nuno Vasco Rodrigues flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Hann starfar við Sjávarsafnið í Lissabon (Oceanário de Lisboa) þar sem hann hefur umsjón með safngripum, köfunarvinnu og verkefnum sem snúa að umhverfisvernd, auk þess að vera vísindamaður við MARE IPLeira stofnunina. Í erindinum mun hann fjalla um Sjávarsafnið og sýn þess í verndun hafsins og styrki sem safnið hefur veitt í ýmis verndunarverkefni frá árinu 2007. Með fjárframlögum hefur safnið komið af stað nýjum verkefnum og skapað öflugt samstarf við fjölbreyttar rannsóknarstofnanir. Stiklað verður á stóru í sögu safnsins, framtíðarsýn og sagt frá aðkomu safnsins að verndun sjávarskjaldbaka São Tomé í Afríku.
Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og verður jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.
Erindið verður flutt á ensku og hefst kl. 12:20. Öll velkomin.
Ágrip
In line with its vision where ‘“Ocean conservation is a responsibility shared by all”, Oceanário de Lisboa has provided support for in-situ conservation projects since 2007. Oceanário’s strategy focused on funding projects developed by partner institutions (Universities and NGOs) with seed money, thus increasing matching funding from other entities. This has allowed supporting a larger number of projects and simultaneously develop strong partnerships with various high standard institutions. In 2015, Oceanário’s privatization and revised strategy led to progressive investments in conservation work and a considerable increase in funding opportunities available. In this presentation, we will explain in detail the past, present and future of conservation work promoted by Oceanário de Lisboa. We will also present one of most successful conservation projects supported by this institution, “Sea turtles conservation in São Tomé”, and the strategies, achievements and challenges related to establishing a conservation project in a remote and relatively isolated region of Africa.