Gangamenn kláruðu í vikunni gröft hliðaraýma í fyrsta útskoti Dýrafjarðarmegin og auk þess lengdust göngin um 29,1 m og náðu með því 4 km markinu. Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 345,2 m sem er um 21% af Dýrafjarðarleggnum og á þá eftir að grafa um 1.298,2 m að gegnumbroti. Samanlögð lengd beggja leggja er nú orðin 4.002,8 m sem er um 75,5% af heildarlengd ganga. Mest alla vikuna var þörf á talsverðum styrkingum í þekju ganga vegna setlags sem þar var en það undir lok vikunnar komið niður í gangaveggi og gangur að vænkast. Það er þó vona á öðru og öllu þykkara setlagi von bráðar og því fyrirséð að gangagröfur gæti orðið tafsamur í lok vikunnar og þá næstu.
Auk gangagraftrar er unnið við fyllingarvinnu í veg í Dýrafirði. Efni úr göngum er keyrt beint í veg í austurendanum en efni úr námu við Ketilseyri keyrt í fyllingar í sjó í vesturendanum og hefur sú vinna gengið ágætlega þrátt fyrir leiðindaveður í lok vikunnar.