Tendrun jólatrjáa

Fastir gestir í Bolungarvík. Mynd: Sigríður Línberg Runólfsdóttir.

Nú kvikna óðum ljós á jólatrjám Vestfjarða. Á laugardaginn var tendrað á trénu á Þingeyri og í gær á Flateyri og í Bolungarvík og Tálknafirði en þar var sú skemmtilega nýlunda að gestir voru beðnir um að taka með sér krukku eða krús undir kakóið.  Á morgun, 4. desember verður kveikt á trjánum á Reykhólum, nánar til tekið við Barmahlíð og á Friðþjófstorgi á Patreksfirði. Annað kvöld verða einnig aðventutónleikar karlakórsins Ernis í Bolungarvík.

Á Hólmavík setur Lions upp tré við kirkjuna og Svanhildur Jónsdóttir og Jón Vilhjálmsson hafa þegar kveikt á risatrénu sína við Hafnarbrautina.

Á miðvikudaginn verða ljósin kveikt á trénu á Baldurshagatorgi á Bíldudal og brátt verða allir Vestfirðir uppljómaðir. Meðfylgjandi myndir af jólatrésskemmtuninni í Bolungarvík tók Sigríður Línberg Runólfsdóttir.

DEILA