KKÍ hefur ráðið þjálfara á yngri landslið sín fyrir sumarið 2019 og hafa þeir nú valið sína æfingahópa fyrir fyrstu landsliðsæfingarnar sem fram fara að venju milli jóla og nýárs. Þá verður æft þrjá daga af fjórum hjá hverju liði, dagana 27.-30. desember. Auk þess verða kvennaliðin öll styrktarmæld en það er hluti af samstarfsverkefni KKÍ og HR fyrir lokaverkefni meistaranema í íþróttafræðum.
Að sjálfsögðu á Vestri flotta fulltrúa þarna í landsliðunum en það eru: U15 stúlkur Gréta Proppé Hjaltadóttir, U15 drengir Gautur Óli Gíslason, U16 stúlkna Helena Haraldsdóttir og Sara Emily Newman, U16 drengja Friðrik Heiðar Vignisson, U18 drengja Hilmir Hallgrímsson og Hugi Hallgrímsson.
Sæbjörg
sfg@bb.is