Kvenréttindafélag Íslands hefur opnað hreyfimyndasýninguna „Fullvalda konur og karlar“ í tilefni af 100 afmæli fullveldis þjóðarinnar.
Sýningin hampar þeim sem börðust fyrir fullveldi og stjórnmálaréttindum Íslendinga, konum og körlum, og varpar ljósi á mikilvægan þátt kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. Fullveldi og sjálfstæði Íslendinga væri óhugsandi án þeirrar miklu baráttu sem átti sér stað um aldamótin 1900 fyrir stjórnmálaréttindum og kosningarétti kvenna.
Myndum er varpað á tjald í glugganum á Borgarbókasafninu í Kvosinni í miðbæ Reykjavíkur og er sýningin aðgengileg vegfarendum eftir sólsetur.
Hægt er að sjá vefútgáfu sýningarinnar hér: Fullvalda konur og karlar, en þar er einnig búið að taka saman leslista fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um fólkið sem um ræðir.
Sýningin er gerð af Þóreyju Mjallhvíti og styrkt af Fullveldissjóði.
Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907.
Sæbjörg
sfg@bb.is