Landvættablót á Silfurtorgi 1. desember

Mynd: Daníel Imsland.

Þann 1. desember næstkomandi heldur Ásatrúarfélagið Landvættablót um allt land. Á norðanverðum Vestfjörðum verður það haldið á Silfurtorgi á Ísafirði og hefst klukkan 18. Landvættur Vestfjarða, Griðungurinn verður í aðalhlutverki og allir eru velkomnir. Á eftir er boðið í kaffi og heitt Súkkulaði á kaffihúsinu Heimabyggð. Elfar Logi mun stýra blótinu og þetta verður hans fyrsta blótstjórn því hann er goði í þjálfun.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA