Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt starfslokasamning sem gerður var við Ásthildi Sturludóttur, fyrrverandi bæjarstjóra. Í samkomulaginu segir að þar sem ekki hafi komið til endurráðningar hennar sem bæjarstjóra að bæjarstjórnarkosningum lokum eigi hún rétt á biðlaunum. Fær Ásthildur greidd föst laun og yfirvinnu fram til 15. október 2018 eða í 3,5 mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra Vesturbyggðar í maí 2018 eru þessar greiðslur samtals 1.146 þús krónur á mánuði. Samtals eru því starfslokagreiðslurnar 4 milljónir króna.