Sunnukórinn á Ísafirði hefur síðustu daga haldið tónleika í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Í gærkvöldi voru tónleikar á Ísafirði. Áður hafði kórinn sungið á Suðureyri og í Bolungavík. Á laugardaginn verða svo tónleikar á Þingeyri.
Stjórnandi Sunnukórsins er Jóngunnar Biering Margeirsson.
Hljómsveitina skipa Jón Hallfreð Engilbertsson, Guðmundur Hjaltason og Jón Mar Össurarson. Sunnukórinn á Ísafirði er elsti starfandi blandaði kór á Íslandi, stofnaður árið 1934. Kórinn hefur því verið starfandi hartnær alla fullveldistíð Íslands.
Myndirnar tók Þorsteinn Tómasson.