Byggðasafn Vestfjarða hefur birt einkar áhugaverða og erfiða þraut. Þrautin snýst um að giska á fyrra hlutverk þessa munar sem sést hér á myndinni að ofan. Það er að segja hlutverk munarins áður en hann varð safngripur. Hjá Byggðasafninu segir einnig að áhugasamir gætu haft gaman af því að finna út hvaðan gripurinn kom til Ísafjarðar.
Nokkrar ágiskanir hafa þegar litið dagsins ljós. Ein spurði hvort þetta væri tengt reiðtygjun, svo var ekki. Annar velti fyrir sér hvort þetta væri skegghlíf og sérann á svæðinu bætti við að þá vera þetta prússnesk skegghlíf. Hluturinn er nefnilega um 40 cm að lengd. Fyrrum starfsmaður BB kom með ábendingar um málfar. Enda löngum tíðkast að BB fái pósta með eingöngu hástöfum þar sem reynt er að kenna starfsfólki að skrifa almennilega. Ekki tengist munurinn þó skeggi, kennslu og enn síður stafsetnginu. Hvað skyldi þetta vera?
Sæbjörg
sfg@bb.is