Golfmót á fyrsta degi góu

Meðaldalsvöllur í Dýrafirði.

Golfklúbburinn Gláma á Þingeyri ráðgerir að halda golfmót á Meðaldalsvelli á sunnudaginn, fyrsta degi góumánaðar, ef næg þátttaka næst. Skráningar eru á vef Golfklúbbs Ísafjarðar. „Það er óvenjuleg tíð og það kom til tals að halda mót og eins og flestir þekkja þá er yfirleitt hlýrra í Dýrafirði og völlurinn í betra standi en hér á Ísafirði og því betra að vera þar,“ segir Salmar Jóhannsson, formaður mótanefndar Golfklúbbs Ísafjarðar.

Honum er ekki kunnugt um að golfmót hafi verið haldið á þessum árstíma. „Menn hafa verið að spila talsvert síðustu daga enda einmuna blíða en nú ætlum við að reyna að taka næsta skref og halda mót.“

smari@bb.is

DEILA