Vegagerðin: verk á Vestfjörðum nánast á kostnaðaráætlun

Frá vígslu Bolungavíkurganganna 25. september 2010. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Vegagerðin hefur sent frá sér yfirlit yfir stór verk  sem unnin hafa verið undanfarinn áratug. Niðurstaðan er að kostnaðaráætlanir hafa staðist nokkuð vel. Að meðaltali hafa 23 verk á þessum tíma farið  um 7% framúr  kostnaðaráætlun.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að „frávikin í einstökum verkum Vegagerðarinnar eru allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun.  Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Þetta verður að teljast nokkuð góður árangur.“

Af þessum 23 verkum voru 5 á Vestfjörðum. Þau voru unnin frá 2007 – 2015. Samanlagður kostnaður við þau á verðlagi hvers árs var 15.734 milljónir króna en endanlegur kostnaður varð 15.847 milljónir króna. Mismunurinn er aðeins 11 milljónir krona eða 0,7%.

Meðfylgjandi er tafla yfir verkin á Vestfjörðum sem unnin er upp úr gögnum Vegagerðarinnar:

Vegur Kostnaðaráætlun Kostnaður Hlutfall Ár
   
Eiði – Kjálkafjörður 3.387 3.745 110,6 2012-15
Kjálkafjörður – Vatnsfjörður 849 928 10,93 2009-11
Þröskuldar 2.136 2.309 108,1 2007-10
Drangsnesvegur 700 793 113,3 2008-13
Bolungavíkurgöng 8.662 8.072 93,2 2008-10
  15.734 15.847 100,7  
DEILA