Í frétt bb.is um hlutafjáraukningu um 200 milljónir NOK í Arnarlax gætti þess misskilnings að SalMar hefði keypt alla aukninguna og ætti eftir hana 41,95% í Arnarlax. Hið rétta er að allir hluthafar í Arnarlax keyptu hlut í aukningunni í samræmi við hlutdeild sína í félaginu. SalMar átti 41,95% fyrir hlutafjáraukninguna og eiga áfram sama hlutfall. Hlutafjáraukningin var 20 milljónir evra sem er nálægt því að vera 200 milljónir NOK.