Rækjuveiðar hafnar

Halldór Sigurðsson ÍS 14

Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hófust í gær. Það var Halldór Sigurðsson ÍS 14 sem fór fyrsta róðurinn og landaði  1.500 kg af fallegri rækju úr Mjóafirði.

Leyfilegur heildarafli í innfjarðarækju er miðaður við bráðabirgðatillögur Hafrannsóknastofnunar og er 456 tonn. Það er helmingur af lífmassa rækjunnar skv. mati Hafrannsóknarstofnunar. Þetta er fimmta fiskveiðiárið sem veiðin er miðuð við 50% af stofnstærðinni. Allt frá 1990 hefur verið leyft að veiða magn sem er ekki fjarri stofnstærðinni. Átta vertíðir í röð frá 2003 til og með 2011 voru rækjuveiðar bannaðar.

Í Arnarfirði er stofninn talinn vera 402 tonn og tillaga Hafrannsóknarstofnunar er aðeins 1/3 af því eða 139 tonn.

DEILA