Nýr sorpbíll í Strandabyggð

Nýi sorpbíllinn í Strandasýslu.

Nýr sorpbíll kom í gær til Hólmavíkur. Það er Sorpsamlag Strandasýslu sem kaupir bílinn og tekur lán að upphæð 25 milljónir króna hjá Lánasjóði sveitarfélaga til þess að greiða kaupverðið. Tryggingar til greiðslu í samræmi við eignarhlut Strandabyggðar í samlaginu með einfaldri ábyrgð eru tekjur sveitarsjóðs. Lánið er til ársins 2034, en þá verður síðasta afborgun greidd. Eins og sjá má af mynd Jóns Halldórssonar frá Hrófbergi frá því í gærkvöldi er nýi bíllinn hinn glæsilegasti.

 

DEILA