Office, OneNote og Outlook námskeið á morgun

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á tvö námskeið á morgun, föstudaginn 9. nóvember. Annars vegar er það námskeið í Office 365 og hinsvegar námskeið í verkefnastýringu á OneNote og Outlook. Námskeiðin eru að fyllast og áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Office 365 – Haldið 9. nóvember kl. 9-12.

Mjög margir nota Office 365 en oftast er fólk aðeins að nýta lítinn hluta þess sem pakkinn býður upp á. Á þessu námskeiði verður farið yfir skipulag og lausnir sem eru aðgengilegar í Office 365 með áherslu á hvernig það mætir þörfum fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

OneNote og Outlook – verkefnastýring – Haldið 9. nóvember kl. 13-16.

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig er hægt að nota Outlook og OneNote til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Unnið verður eftir aðferðafræðinni „tómt innbox“ og farið yfir hvernig Outlook er notað í skipulagningu verkefna.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025 og á vef miðstöðvarinnar www.frmst.is

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA