Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum 9. október 2018 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir jörðina Ós. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Bolungarvíkur 2008-2020 og nær yfir allt land jarðarinnar Óss.
Markmið deiliskipulagsins er að skapa rými fyrir eflingu Sjóminjasafnsins í Ósvör auk þess að gefa svigrúm fyrir framtíðaruppbyggingu í landbúnaði og ferðaþjónustu í landi Óss.
Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð liggur frammi á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu, Aðalstræti 12 í Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is frá og með 22. október 2018 til og með 9. desember 2018.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna, frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 9. desember 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofuna í Bolungarvík, Ráðhúsinu Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík eða á netfangið byggingarfulltrui@bolungarvik.is.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.