Björgunarfélag Ísafjarðar hefur bent á að það muni hvessa þegar líður á daginn og í gildi er gul viðvörun!
Það verður vaxandi norðaustanátt, 18-25 m/s síðdegis. Dálítil slydda eða snjókoma, einkum norðantil en bætir í úrkomu í nótt. Norðaustan 13-20 um hádegi á morgun og rigning eða slydda en heldur hægari annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig.
Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og krapi, snjór á Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Hálka og hálkublettir eru í Djúpinu, á Barðaströnd og þar suðureftir, en hálka á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Ísafjörður í Ísafjarðardjúpi er þó greiðfær. Förum varlega!
Sæbjörg
sfg@bb.is