Mæta Laugvetningum á Ísafirði í kvöld

Í kvöld mætir MORFÍS lið MÍ Laugvetningum í átta liða úrslitum MORFÍS ræðukeppninnar. MÍ keppir heima að þessu sinni og fer keppnin fram í Gryfjunni í Menntaskólanum á Ísafirði. Keppendur MÍ hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning og ræðuskrif, í síðustu viki mætti liðið til að mynda liði foreldra þar sem tekist var á um djammið og var hart barist en menntskælingarnir höfðu að lokum betur. Í kvöld er það leti sem tekist verður á um og muni MÍ-liðar tala fyrir henni en ML á móti.

Ræðulið skólans skipa þau Hákon Ernir Hrafnsson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Veturliði Snær Gylfason og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson og voru þau öll að Hákoni undanskildum í ræðuliði skólans síðasta vetur. Þjálfari þeirra er Sólveig Rán Stefánsdóttir.

Keppnin hefst klukkan 20 í Gryfjunni.

annska@bb.is

DEILA