heilbrigðisþing var haldið á föstudaginn. Þar kom fram að árið 2016 höfðu rúmlega 60% Evrópuþjóða sett sér heildstæða stefnu sem tekur mið af Heilbrigðisstefnu Evrópu til ársins 2020. Sú stefna byggist á ákveðnum grunngildum sem eru sanngirni, sjálfbærni, gæði, gagnsæi, ábyrgð, jafnrétti kynja, virðing og réttur til að taka þátt í ákvarðanatöku.
Svandís sagði mikið efni og margvísleg gögn liggja fyrir til að styðjast við í stefnumótunarvinnunni, svo sem leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fjölmargar skýrslur OECD og ýmsar greiningarskýrslur um íslenskt heilbrigðiskerfi og þjónustu þess sem gerðar hafa verið á síðustu misserum og árum: „Við höfum við margt að styðjast. Við höfum fjölmennt lið heilbrigðisstarfsfólks með fjölbreytta menntun, reynslu og bakgrunn sem getur lagt þessari vinnu lið. Það er fyrir hendi reynsla og þekking sem mikilvægt er að draga inn í vinnuna og við skulum heldur ekki gleyma notendunum sjálfum sem geta miðlað af eigin reynslu og lýst væntingum sínum“ sagði Svandís meðal annars í ræðu sinni við upphaf þingsins.