Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði er ein af fjórum verksmiðjum er enn er í fullum rekstri. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar rækjuveiði og rækjuvinnsla var mun stærri þáttur í sjávarútveginum. Albert G. Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa segir reksturinn hafa gengið fínt á þessu ári, sérstaklega
síðan um síðustu páska. „Það hefur verið gríðarlegur stígandi“ segir Albert, “ við vorum búnir að ná ásættanlegum afurðaverðum þegar Grundarfjörður hætti og þá kom slaki sem gangaðist okkur.“ Kampi er að vinna um 65 – 70 tonn af afurðum af viku og salan gengur afar vel. „Við erum komnir með hráefni frá yfir áramótin“ segir Albert G. Haraldsson.