Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði þann 27. október síðastliðinn. Þá voru þeir að landa úr níundu veiðiferð ársins. Í byrjun september fór Júllinn samt suður til Reykjavíkur í skipaskoðun og smá snyrtingu. Svo skemmtilega hittist á að við brottför þangað var fyrsti gestaskipstjóri skipsins barnabarn Júlíusar Geirmundssonar, hann Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna. Skipið reyndist að venju vel í ferðinni sögðu skipverjar á Facebooksíðu Júllans, „enda happafleyti mikið.“
Júlíus Geirmundsson hélt aftur úr höfn á þriðjudaginn seinasta, þá á leiðinni í næstsíðustu veiðiferðina fyrir jól. Áætluð heimkoma er 28. nóvember en núverandi skipstjórar eru þeir Jón B Oddsson og Sveinn G Arnarsson.
Sæbjörg
sfg@bb.is