Hljómsveitina mögnuðu Between Mountains þekkja flestir, og ef ekki þá ættu þeir að þekkja hana. Sveitina skipa þær Ásrós Helga úr Dýrafirði og Katla Vigdís úr Súganda, tvær ótrúlega magnaðar ungar tónlistarkonur. Lag þeirra Into the dark er dáleiðandi. Heillandi og dularfullt og stór þáttur þess kemur frá myndbandinu sem Haukur Björgvinsson gerði og Chanel Björk framleiddi. Myndbandið hlaut nýverið verðlaun sem besta tónlistarmyndband ársins á Northern Wave Film Festival. Það er kvikmyndahátíð sem haldin er ár hvert á Rifi á Snæfellsnesi. Þar keppa stuttmyndir af öllu tagi, tónlistarmyndbönd og vídeólist, ásamt því að þátttakendur geta verið með í vinnustofum og fleiru. Ef svo ólíklega vill til lesandi góður að þú hafir ekki séð myndbandi við Into the dark áður þá mæli ég með að þú smellir hér.
Sæbjörg
sfg@bb.is