Gæslan með þyrluæfingu

Mynd úr safni

Um kvöldmatarleytið kemur þyrla Landhelgisgæslunnar á Ísafjörð og ljósi reynslunnar þykir rétt að vara í íbúa við en hávaði frá þyrlum boðar sjaldan gott. Að þessu sinni er þó einungis um að ræða æfingu Landhelgisgæslunnar á björgun úr gúmmíbátum og að þessu sinni fer hún fram í Skutulsfirði, en æfingar sem þessar fara að jafnaði fram einu sinni í mánuði. Björgunarfélag Ísafjarðar og Tindar í Hnífsdal munu standa vaktina á æfingunni og hafa sér til fulltingis fleyin Gunnar Friðriksson og Helgu Páls. Hlutverk okkar manna er að útvega fjögur fórnarlömb sem komið verður fyrir út í hafi en áhöfn þyrlunnar er ætlað fiska þau upp og draga upp í þyrlu. Fórnarlömbin verða vel búin í viðeigandi klæðnað og björgunarsveitirnar verða til taks og gæta fyllsta öryggis.

Í júlí 2007 hrapaði TF Sif þyrla Landhelgisgæslunnar í sjóinn við Hafnarfjörð í samskonar æfingu og halda á í kvöld. Fjórir voru um borð í þyrlunni og komust þeir allir út en þyrlunni hvolfdi þegar hún féll í sjóinn.Um þetta var til dæmis fjallað á Vísi þennan dag.

bryndis@bb.is

DEILA