Veiðigjaldsfrv: gjald á þangið

Þörungaverksmiðjan Reykhólum.

Í frumvarpinu um veiðigjald sem liggur fyrir Alþingi kemur fram að gert er ráð fyrir því að greitt verði veiðigjald til ríkisins af þangskurði Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Samkvæmt frumvarpinu er miðað við 500 kr fyrir hvert tonn af klóþangi og miað við 20 þúsund tonna þangöflun yrði veiðigjaldið 10 milljónir króna á ári.

Þörsungaverksmiðjan hefur get athugasemd við þessi áform og sent hana til Alþingis. Bendir fyrirtækið á að það greiði eigendum jarða fyrir aðgang að fjörum þeirra til þangsláttar og slagar það gjald hátt uppí það veiðigjald sem greitt er ríkinu. Greiðir því verksmiðjan tveimur aðilum gjald fyrir aðgang að auðlindinni þegar um þang er að ræða, segir í umsögninni. Einnig er bent á að allt það hráfefni sé tekið innan netlaga sjávarjarða og að jarðeigendur telja það sem hluta af gróðri á sínu landi. Falli því þangið varla undir ákvæði laganna um auðlindir í sameign þjóðarinnar.

Þá segir í umsögn Þörungaverksmiðjunnar að borið hafi á því „að einstaka landeigendum misbjóði svo þessi meinta ólögmæta gjaldtaka ríkisins að þeir hafna því að þangskurður sé stundaður á þeirra landi.“ Óttast verksmiðjan að þetta kunni að gerast í ríkari mæli, öllum til tjóns.

DEILA