Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása á morgun

Húsnæði Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði.

Kiwanisklúbburinn Básar tilkynnir!

Bylting!

Hin dökku höfuð boða komu sína til ykkar.

Það er komið að því. Hin árlega sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði verður haldin laugardaginn 27. október. Mun hún hefjast stundvíslega um það bil klukkan 19 í húsnæði félagsins á Skeiðinu.

Undanfarið hafa átt sér stað hinar ýmsu byltingar. Meðal annars hin margumrædda, Líka ég (Me too) og að við tölum ekki um, Vörpum okinu af vörtunni (Free the nipple). Við í Kiwanisklúbbnum Básar viljum leggja góðum (maga)málum lið og bjóðum því uppá nýtt, reykt, legið og slegið. Veislustjóri er Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og kynlífsspekúlant, þannig að í hennar anda verður enginn tepruskapur liðinn. Konur og menn! Vörpum af okkur okinu, höfum það kjarnyrt og kjarngott. Þori ég? Já ég þori get og vil.

DEILA