Samverustund í Neskirkju í kvöld

Í dag eru 23 ár síðan snjóflóðið féll á Flateyri við Önundarfjörð.

Í kvöld klukkan 20:00 verður samverustund í Neskirkju á Seltjarnarnesi. Stundin er haldin til að heiðra minningu þeirra sem létust í snjóflóðinu á Flateyri en í dag eru 23 ár síðan það gerðist. Fjallabræður ásamt Halldóri Gunnari og Svavari Knúti munu spila og syngja. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju flytur Guðs orð.

Á staðnum verður til sölu borðdagatal sem Önfirðingafélagið hefur látið gefa út. Dagatalið er prýtt fallegum myndum úr Önundarfirði sem teknar eru af Bernharði Guðmundssyni, Valdimari I. Gunnarssyni og Guðmundi Sigurðssyni.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA