Á ASÍ þinginu sem hófst í gær vill svo merkilega til að fjórir Bolvíkingar sitja þingið sem fulltrúar fyrir fjögur félög og þar af eru þrír formenn sinna félaga. Þetta eru Hrund Karlsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungavíkur, Finnborgi Sveinbjörnsson, formaður verkalýðsfélags Vestfirðinga, Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Pálína Vagnsdóttir, sem er fulltrúi fyrir Vr.
Blaðamaður bb.is var á staðnum og tók þessar myndir, auk þess að fá annars staðar frá mynd af Magnúsi Má.