Tveir víkja úr fræðslunefnd í Strandabyggð

Hólmavík. Mynd: Jón Jónsson.

Á sveitarstjórnarfundi í Strandabyggð sem haldinn var 9. október kom fram að tveir aðalmenn í fræðslunefnd þyrftu að víkja. Ástæðan var sú að þeir Egill Victorsson aðalmaður og Ágúst Þormar Jónsson, varamaður, starfa nú við Grunnskólann á Hólmavík og geta því ekki setið í fræðslunefnd samhliða þeim störfum. Lagt var til að Sigurður Marinó Þorvaldsson varamaður tæki sæti sem aðalmaður en vali á öðrum varamönnum var frestað fram til næsta sveitarstjórnarfundar. Aðrir nefndarmenn í fræðslunefnd eru Ingibjörg Benediktsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir og Sigríður Jónsdóttir.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA