Landsbyggðin andsnúnari áfengisfrumvarpinu

Alls eru 61,5 pró­sent Íslend­inga mót­fallnir nýju áfeng­is­frum­varpi sem felur í sér að heim­ilt verður að selja áfengi í versl­unum frá og með næstu ára­mót­um. Ein­ungis 22,8 pró­sent eru hlynntir þeirri ráða­gerð en 15,7 pró­sent eru hvorki hlynntir eða mót­fallnir ráða­gerð­inni. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rann­sóknir fram­kvæmdi dag­anna 9. til 14. febr­úar síð­ast­lið­inn og greint er frá í Kjarnanum. Íbúar á landsbyggðinni eru marktækt andsnúnari frumvarpinu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Nokkur munur er á afstöðu Íslend­inga gagn­vart frum­varp­inu eftir aldri. Yngri ald­urs­hópar eru almennt hlynnt­ari því að áfengi verði selt í versl­unum en eldri ald­urs­hóp­ar. Þá eru karlar mun hlynnt­ari því að frum­varpið verði að lögum en konur.

Níu þing­menn úr fjórum flokkum lögðu fram frum­varpið. Verði það að lögum verður einka­leyfi ÁTVR á áfeng­is­sölu afnumið frá og með næstu ára­mót­u­m, sala á því heim­iluð í sér­­versl­un­um, í sér­­­rýmum innan versl­ana eða yfir búð­­ar­­borð, áfeng­is­aug­lýs­ingar inn­lendra aðila heim­il­aðar og leyfi­legt verður að aug­lýsa það í inn­lendum fjöl­miðl­u­m.

Þing­­menn­irnir sem leggja frum­varpið fram koma úr Sjálf­­stæð­is­­flokki, Við­reisn, Bjartri fram­­tíð og Píröt­­um. Þeir eru Teitur Björn Ein­­ar­s­­son, Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dótt­ir, Vil­hjálmur Árna­­son og Hildur Sverr­is­dóttir úr Sjálf­­stæð­is­­flokki, Pawel Bar­toszek úr Við­reisn, Nichole Leigh Mosty úr Bjartri fram­­tíð og Pírat­­arnir Jón Þór Ólafs­­son, Ásta Guð­rún Helga­dóttir og Viktor Orri Val­­garðs­­son.

smari@bb.is

DEILA