Loftslagsmál: áherslan á 5% af menguninni

Bílaumferð í Íran. Mynd: Vísindavefur H.Í.

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt í síðasta mánuði. Samkvæmt henni er sérstakt átak til þess að draga úr koldíoxíðmengun með orkuskiptum  í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum. Er þessi áhersla önnur af tveimur megin áherslunum. Hin er kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt.

Ísland hefur undirgengist alþijóðlega samninga um aðgerðir í þessum efnum. Aðgerðirnar eru til þess ætlaðar að vinna að því að uppfylla þær skuldbindingar.

Hins vegar lúta skuldbindingarnar aðeins að hluta af menguninni. Samkvæmt nýjustu skýrslu íslenskra stjórnvalda sem kom út á þessu ári og nær til 2016 var koldíoxíðmengunin 4,7 milljónir tonna af koldíoxíði það ár. Fyrir utan mengunina sem þannig er nákvæmlega fylgst með er mengun frá jarðvegi, millilandaflugi og millilandasiglingum. Þessir þrír liðir eru taldir hafa mengað um 15 milljónum tonna af koldíoxíði. Samtals er mengunin 2016 áætluð 20 milljónir tonna. Þar af er mengun vegna bílaumferðar aðeins tæplega 1 milljón tonna.Það sem kann að ávinnast á mörgum árum með framförum í minnkandi mengun bíla tapast á einu ári vegna fjölgunar ferðamanna.

Úr skýrslunni NIR 2018

 

DEILA