Íþróttafélagið Ívar hélt 15. fyrirtækjamót sitt í boccia sl. sunnudag og venju var stemmingin í húsinu góð og þátttakendur skemmtu sér vel.
30 lið voru skráð til leiks og til útslita kepptu lið Stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar og Jakobs Valgeirs ehf. Hafði lið Stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar betur og hampaði bikarnum í ár.
Að venju var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í anddyri íþróttahússins og er kaffihlaðborðið og þátttaka fyrirtækja í mótinu helsta fjáröflun Ívars.
Vill íþróttafélagið Ívar þakka öllum sem komu að mótinu kærlega fyrir stuðninginn.