Daníel Jakobsson: fara Þ-H leið og setja á fulla ferð

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs í Ísafjarðarbæ.
Daníel Jakobsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við skýrslu Vegagerðarinnar:
„Ég hef verið talsmaður þess að fara þá leið sem að Vegagerðin ráðleggur. Það er í sjálfu sér jákvætt og styrkir málið að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi farið í þá skoðun sem nú liggur fyrir niðurstaða úr. Það styrkir ákvörðunaferlið og ætti að draga úr líkum á kærum.
Nú vona ég að sveitarstjórn dragi þetta mál ekki frekar. Ákvarðanir í þessu máli liggja loks hér í héraði og nú er bara að setja allt á fulla ferð. Það er mikið framfaramál ekki bara fyrir okkur hér á norður og suðursvæði Vestfjarða heldur líka Reykhólahrepp sem mun njóta góðs af bættum samgöngum og möguleikum tengdum þeim ss. í ferðaþjónustu.“
DEILA