Bergþór Ólason, alþm. segir að nóg sé komið af töfum og tími kominn til þess að hefjast handa.
Svar hans við skýrslu Vegagerðarinnar er:
„Nú þegar þetta kostnaðarmat Vegagerðarinnar liggur fyrir vona ég að síðustu hindrununum fyrir veglagningu, samkvæmt Þ-H leið um Gufuldalssveit, verði endanlega rutt úr vegi og að Reykhólasveit gefi út framkvæmdaleyfi til vegagerðar samkvæmt henni.
Í mínum huga hefur svokölluð Þ-H leið verið besti kosturinn í stöðunni allt frá þeim tíma er undirbúningur verkefnisins komst á rekspöl fyrri part síðasta áratugar.
Það hefur verið forkastanlegt að fylgjast með því hvernig byggðinni á sunnanverðum Vestfjörðum hefur beinlínis verið haldi í gíslingu vegna þess hvernig kerfið hefur á löngum köflum handerað þetta mál.
Því miður hafa allir steinar sem andstæðingar veglagningarinnar hafa fundið verið lagðir í götu verkefnisins. Nú er nóg komið í þeim efnum og tími til kominn að bretta upp ermar og hefjast handa.“