Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins funduðu á Hellu

Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins á Hellu um síðustu helgi.

Landsstjórn og þingflokkur  Framsóknarflokksins funduðu á Hellu um helgina. Fundurinn er liður í flokksstarfinu og hluti undirbúnings fyrir fyrirhugaðan miðstjórnarfund í nóvember.

Farið var yfir áherslumál þingflokks og landsstjórnar. Áherslan verður á húsnæðismálin, kjaramálin, málefni barna, menntamál og fjölskyldna.  Mótun stefnu í málefnum aldraðra er í farvatninu, vinna skal áfram að bættum kjörum öryrkja og leggja áherslu á forvarnir í öllum aldurshópum

Fundurinn lagði áherslu á að innleiða svissnesku leiðina og að afnema verðtryggingu.

Byggðamál eru í brennidepli og mikilvægi íslensks landbúnaðar, matvælaöryggi er þjóðinni dýrmætt og ljóst að dómur hæstaréttar kallar á viðbrögð við innflutningi á hráu kjöti. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka upp viðræður við Evrópusambandið um matvælalöggjöf.

Eigendastefna opinberra fyrirtækja þarf að vera gagnsæ og þjóna þörfum landsmanna betur.

Fundurinn lagði ríka áherslu á mikilvægi samgangna, þær eru grunnur að velferð þjóðarinnar og framþróunar atvinnulífs. Nú hefur verið lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun, með stefnumótun til framtíðar, sem nauðsynlegt er að fylgja eftir svo árangur náist.

DEILA