Fimmtudaginn 18. október mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar Anne á plasti í þorski og ufsa en hún stundar nú meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða, en hefur notið aðstoðar Hafrannsóknastofnunar. Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 í Reykjavík og verður jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.
Erindið verður flutt á ensku.
Anne de Vries lauk námi í vatnastjórnun (e. Water management) við University of Applied Sciences í Vlissingen, Hollandi, og stundar nú meistanám við Háskólasetur Vestfjarða í haf og strandsvæðastjórnun. Meistaraverkefni hennar fjallar um plastagnir í þorski (Gadus morhua) og ufsa (Pollachius virens). Í erindinu mun hún fjalla um notkun alkalín meðferðar með Kalíum hýdroxíð (KOH) til að leysa upp magainnihald til að meta plastmagn í mögum. Plastrannsóknir eru nýjar af nálinu og í stöðugri þróun og mun hún fjalla um reynslu sína af þeirri aðferðarfræði sem hún hefur verið að beita.
Málstofan hefst kl. 12:30. Öll velkomin.