Áform um hitaveitu á Hólmavík hafa verið upp um nokkurn tíma. Landeigandi í Hveravík, hinum megin Steingrímsfjarðar hefur látið bora holu sem gefur góðar vonir. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri segir að framundan sé álagsprófun á holunni til þess að komast að því hvað hún gefur mikið vatn til lengri tíma og hitastig þess. Síðan taki við viðræður við landeiganda. Jón Gísli Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Strandabyggð og fyrrverandi oddviti segist vera bjartsýnn og vonast til þess að unnt verði að taka ákvörðun nú í haust um að hefjast handa.
Gunnar Jóhannsson, Hveravík, er landeigandi og rétthafi og hefur þegar fjárfest verulegar fjárhæðir í rannsóknum og borunum. Hann segist vonast til þess að hitaveita verði komin á næsta ári, 2019.