Upplýsingar til bæjarbúa Ísafjarðarbæjar varðandi dreifingu íláta fyrir lífræna úrgangi.
Nú í nokkra daga hefur björgunarfélag Ísafjarðar séð um dreifingu á tunnum, körfum og pokum fyrir lífrænan úrgang. Stefnt var að klára dreifingu yfir helgina í öllu sveitarfélaginu.
Ef fólk er í vafa með útbúnaðinn eða hefur aðrar spurningar varðandi dreifingu íláta eða söfnun, þá eru þau beðin að hafa samband við Gámaþjónustu í síma 456 3710 eða bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar í síma 450 8000.