Úrgangur er auðlind

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur heldur í dag tvo fundi á Ísafirði. Erindi Stefáns heitir Úrgangur er auðlind.

Fyrri fundurinn verður í hádeginu milli kl 12 og 13 í dag þann 15. október og gefst fyrirtækjum kostur á að senda fulltrúa sinn til að sitja súpufund á Hótel Ísafirði.

Síðari fundurinn er kl 16:30 í sal Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Þar fjallar Stefán um sama efni og mun einnig koma inn á loftlagssamning Íslands og hvernig íbúar geta komið að því markmiði.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum ásamt Vestfjarðastofu hafa unnið ötullega að því að ná þeim markmiðum í umhverfismálum sem sett eru í verkefninu og samþykktu sveitarfélögin að halda áfram með það verkefni á nýliðnu Haustþingi og var þar einnig ákveðið að stefna að því að sveitarfélögin verði leiðandi í umhverfismálum á næstu árum.

Vestfjarðastofa stendur að því að fá Stefán á svæðið ásamt sveitarfélögunum þremur á norðanverðum Vestfjörðum. Eru þessir kynningarfundir m.a liður í því að vinna að þeim markmiðum er sveitarfélögin hafa set sér í verkefninu „Umhverfisvottun Vestfjarða“.

 

 

DEILA