Arðurinn í norsku laxeldi 360 milljarðar króna

Þórólfur Matthíasson, prófessor.

Þrír prófessorar hafa komist að því með athugun á gögnum fyrir 2016 að arðurinn af laxeldinu í  Noregi það ár hafi verið 25,5 milljarðar norskra króna. Það samsvarar 360 milljörðum króna. Arðurinn af hverju framleiddu kg hafi verið um 260 kr (18,22 NOK) af slátruðum laxi og silungi.

Þetta kemur fram í aðsendri grein sem er að finna á bb.is og heitir auðlindaarður í norsku laxeldi.

Prófessorarnir upplýsa einnig að norsk stjórnvöld hafi ákveðið að heimila frekari vöxt fiskeldisins en þó á þann hátt að greiða verður fyrir ný eldisleyfi og aukningu þegar veittra leyfa. Þá segir:

„Fjár­munir sem þannig er aflað renna í sér­stakan Kvía­eld­is­sjóð. Að loknu upp­boði á nýjum eld­is­leyfum og stækk­unum sum­arið 2018 munu 25,5 millj­arðar íslenskra króna renna til 160 sveit­ar­fé­laga.“

Að auki er atvinnuveganefnd norska Stórþingsins að ræða að setja sérstakt framleiðslugjald á fisleldið sem nemur 5 kr/kg sem slátrað er (0,35 NOK).

DEILA