Gildi lífeyrissjóður gerði athugasemd við kaupin á Ögurvík

Mynd: Fréttablaðið.

Lífeyrissjóðurinn Gildi sem er einn af stærri hluthöfum í HB Granda hf gerði athugasemd við fyrirhuguð kaup félagsins á Ögurvík ehf., en sami ráðandi eigandi er að báðum félögum.

Í tilkynningu frá Gildi segir að sjóðurinn hafi  lagt að óháður aðili verði fenginn til þess að leggja mat á viðskiptin og að „í tillögu Gildis-lífeyrissjóðs felst ekki afstaða til umræddra viðskipta. Vegna tengsla milli aðila er hins vegar mikilvægt að ákvörðunartakan sé hafin yfir allan vafa. Í tillögunni felst að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin um viðskiptin, m.a. varðandi mat á því hversu vel rekstur Ögurvíkur ehf. fellur að rekstri HB Granda hf., eins og nánar kemur fram í tillögu sjóðsins. Hluthafafundi hefur verið fært endanlegt ákvörðunarvald og telur Gildi í ljósi umfangs viðskipta og tengsla milli aðila að vanda þurfi alla málsmeðferð.“

Í framhaldi af þessari tillögu var hætt við kaupin að sinni.

DEILA