Neytendasamtökin: stjórnarkjör framundan

Þing Neytendasamtakanna verður haldið þann 27. október n.k. í  Reykjavík  Á þinginu verður ný forysta samtakanna kosin; formaður og 12 mann stjórn. Framboð til formanns eru fimm en 32 hafa boðið sig fram til stjórnarsetu.

Kosning verður rafræn og munu úrslit liggja fyrir fljótlega eftir kl. 12:00 á hádegi þann 28. október. Allir félagsmenn sem eru skuldlausir viku fyrir þing hafa rétt til setu á þinginu og til að taka þátt í kosningu til formanns og stjórnar.

Fimm hafa boðið sig fram til formanns Neytendasamtakanna. Þeir eru:Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Breki Karlsson, Guðjón Sigurbjartsson, Jakob S. Jónsson og Unnur Rán Reynisdóttir.

Brynhildur Pétursdóttir, fyrrv. alþm er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.

DEILA